Skip to main content

admin

Árlegur skjalavarðafundur

Fyrir skömmu var ákveðið að árlegur skjalavarðafundur þessa árs verði haldinn á Egilsstöðum dagana 28. og 29. apríl næstkomandi. Skjalavarðafundina sækja starfsmenn Þjóðskjalasafns Íslands og héraðsskjalasafna landsins, en í dag eru þau 20 talsins. Fundirnir hafa verið haldnir víða um land í gegnum tíðina en nú kemur það í hlut Héraðsskjalasafns Austfirðinga að vera gestgjafinn. Allajafna hafa skjalavarðafundirnir verið að hausti en aðstæður haga því svo nú að betur þykir henta að hafa vorfund. Nánar verður fjallað um fundinn og dagskrá hans þegar nær dregur.