Skip to main content

admin

Góð aðsókn í október

Í nýliðnum októbermánuði sóttu fleiri gestir héraðsskjalasafnið heim en í nokkrum öðrum mánuði það sem af er ári. Alls komu 272 gestir í safnið á opnunartíma í október sem er tæpum 70 gestum fleira en heimsóttu safnið í febrúar, sem er var fram til þessa eini mánuður ársins þar sem gestafjöldi fór yfir 200 manns. Meginskýringin á fjölda gesta í október er sú að óvenjumikið var um heimsóknir skólahópa í safnið, en um helmingur gesta þennan mánuð komu á þeim forsendum. Er þessi aukning skólaheimsókna afar ánægjuleg og mikilvægur liður í að vekja athygli á starfsemi safnsins. Sé bætti við aðsóknartölur októbermánaðar þeim hóp sem sótti minningardagskrá um Stein Steinarr, sem flutt var sunnudagskvöldið 12. október, fer gestafjöld októbermánaðar fast að 300 manns. Alls sóttu 1486 gestir héraðsskjalasafnið heim á fyrsti 10 mánuðum ársins.