Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 6.2. 2013

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 6. febrúar 2013
Fundurinn var haldinn í húsnæði safnsins að Laufskógum 1 á Egilsstöðum og hófst kl. 15:00. 
Fundargerð ritaði Hrafnkell Lárusson.

Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Pétur Sörensson og Hrafnkell Lárusson.

Formaður stjórnar, Ólafur Valgeirsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1. Heimsókn fulltrúa Fljótsdalshéraðs
Að ósk bæjarráðs Fljótsdalshéraðs var sveitarfélaginu boðið að senda fulltrúa til fundar við stjórn Héraðsskjalasafnsins vegna hugmynda forsvarsmanna Fljótsdalshéraðs um einn forstöðumann yfir söfnunum í Safnahúsinu. Af hálfu Fljótsdalshéraðs mættu til fundarins Björn Ingimarsson bæjarstjóri, Stefán Bogi Sveinsson forseti bæjarstjórnar og Gunnar Jónsson formaður bæjarráðs. Þeir mættu til fundar kl. 15:30 en áður hafði stjórn rætt tilefni heimsóknarinnar.

Ólafur bauð gestina sérstaklega velkomna og gaf þeim orðið. Björn og Stefán Bogi gerðu grein fyrir hugmyndum sveitarfélagsins varðandi einn forstöðumann fyrir Safnahúsið. Þeir ræddu einnig stöðu Safnahússins sjálfs, bæði hvað snertir eignarhald þess og mögulegar framkvæmdir við það. Stjórn gerði nánar grein fyrir afstöðu sinni, sem áður hafði komið fram í bókun stjórnarfundar 18. desember sl.

Stjórn og gestir skiptust á skoðunum um þessi mál.

Að loknum þessum lið yfirgáfu fulltrúar Fljótsdalshéraðs fundinn.

2. Drög að ársreikningi fyrir árið 2012
HL kynnti drög að ársreikningi ársins 2012, sem bárust fundarmönnum í gær, og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.
Fundarmenn ræddu ársreikningsdrögin.

Frekari umfjöllun vísað til næsta stjórnarfundar.

3. Önnur drög að ársskýrslu ársins 2012
Fyrir fundinum lágu önnur drög að ársskýrslu safnsins fyrir árið 2012.
Skýrslan var rædd og komu fram ákveðnar óskir af hálfu stjórnar um frekari breytingar.

4. Ráðning nýs forstöðumanns Héraðsskjalasafns Austfirðinga
Fyrir stjórnarfund 30. janúar sl. tók stjórn viðtöl við þrjá umsækjendur um starf forstöðumanns.

Stjórn samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að ganga til samninga við Magneu Báru Stefánsdóttur um ráðningu hennar í starf forstöðumanns Héraðsskjalasafnsins.

Formanni falið að rita svarbréf til allra umsækjenda um starf forstöðumanns.
Formanni jafnframt falið að ræða við Magneu Báru og gera drög að ráðningarsamningi við hana.

5. Önnur mál
Engin önnur mál.
 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 16:50.

Ólafur B. Valgeirsson [sign]
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Pétur Sörensson [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]