Skip to main content

admin

Nýr forstöðumaður Héraðsskjalasafnsins

Á stjórnarfundi Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn var 7. febrúar sl. var ákveðið að ráða Magneu Báru Stefánsdóttur í starf forstöðumanns safnsins. Hún er bókasafns- og upplýsingafræðingur að mennt og hefur auk þess kennsluréttindi. Hún veitir nú bókasafni Borgarholtsskóla forstöðu auk þess að vera vefstjóri skólans. Magnea Bára er fyrsta konan til að verða forstöðumaður Héraðsskjalasafnsins, en það var stofnað árið 1976. Bára hefur störf 1. maí 2013.