Sýning um austfirska kvenljósmyndara
Föstudaginn 24. október kl. 16 verður opnuð ljósmyndasýning í anddyri Héraðsskjalasafns. Sýningin fjallar um ævi og störf fjórtán kvenna sem lærðu ljósmyndun og störfuðu á ljósmyndastofum á Austurlandi árin 1871-1944.
Á sýningunni er varpað ljósi á fjórtán ólíkar konur sem lærðu ljósmyndun, störfuðu á ljósmyndastofum og tóku myndir á Austurlandi á árunum 1871-1944. Birtar eru myndir af þessum merku konum og sýnishorn af verkum þeirra.
Nicoline Weywadt frá Djúpavogi var fyrsta íslenska konan sem nam ljósmyndun og stundaði sjálfstæðan atvinnurekstur í greininni. Ljósmyndastofa Eyjólfs Jónssonar á Seyðisfirði lokaði árið 1944 en við þá stofu unnu margar þessara kvenna.
Ljósmyndasýningin verður opnuð í anddyri Héraðsskjalasafns Austfirðinga í Safnahúsinu á Egilsstöðum föstudaginn 24. október kl. 16. Allir velkomnir og heitt á könnunni.
Sýningin er hluti af lokaverkefni Báru Stefánsdóttur héraðsskjalavarðar til MA prófs í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.
Hér er hægt að skoða ritgerðina Austfirskir kvenljósmyndarar - Rannsókn og sýningarhandrit á vefnum Skemman.is.