Ljósmyndavefur
Ljósmyndavefur á slóðinni myndir.heraust.is var opnaður 28. maí 2014 með um 55 þúsund myndum. Á vefnum eru nú um 68 þúsund myndir í eigu Ljósmyndasafns Austurlands. Þar má skoða fjölbreytt myndasöfn allt frá mannamyndum teknum fyrir aldamótin 1900 til frétta- og íþróttamynda frá síðari helmingi 20. aldar.
Megintilgangur ljósmyndavefsins er að gera myndir og myndasöfn í eigu Ljósmyndasafnsins Austurlands. aðgengileg almenningi og fræðimönnum. Skráning ljósmyndanna er samvinnuverkefni starfsmanna skjalasafnsins og almennings, en ýmsir hafa aðstoðað við að bera kennsl á myndefni. Mikilvægt að allir sem kannast við óþekkt fólk, hús eða viðburði á vefnum hafi samband við okkur. Leiðréttingar á skráningu myndanna eru einnig vel þegnar.
Heildarfjöldi mynda í eigu Ljósmyndasafns Austurlands er um 80 þúsund og sífellt bætist við safnið, bæði á pappír og á stafrænu formi. Myndum á ljósmyndavefnum á því eftir að fjölga enn frekar eftir því sem fjármagn fæst í verkefnið.