Skip to main content

admin

Ljósmyndaverkefni - áfangaskýrsla 2014

Átaksverkefni um skönnun og skráningu ljósmynda hélt áfram á árinu 2014. Samtals er búið að skrá tæplega 67.000 myndir og skrá rúmlega 60.000 þeirra. Verkefnið er styrkt af ríkinu, Fljótsdalshéraði og Fljótsdalshreppi.

Héraðsskjalasafnið fékk 5 millj.kr. styrk á fjárlögum ársins 2014 vegna ljósmyndaverkefnisins. Auk þess greiddi Fljótsdalshérað 750 þús. og Fljóstsdalshreppur 100 þús.

Tveir starfsmenn voru endurráðnir í upphafi ársins: Ólöf Sæunn Valgarðsdóttir sér um skönnun og skráningu mynda og hefur umsjón með ljósmyndavef, Jóhanna Ingibjörg Sveindóttir skráir myndir og í sumar vann Aleksandra Radovanovic við að skanna og skrá ljósmyndir. Fastir starfsmenn Héraðsskjalasafnsins koma einnig að verkefninu á ýmsan hátt. 

Á tímabilinu janúar - ágúst 2014 voru skannaðar 7.882 myndir og skráðar upplýsingar um 7.835 þeirra. Samtals er búið að skanna tæplega 67.000 myndir og skrá rúmlega 60.000 þeirra frá því átaksverkefnið hófst árið 2011.

Ljósmyndavefur á slóðinni myndir.heraust.is var opnaður 28. maí. Á vefnum eru um 55 þúsund myndir í eigu Ljósmyndasafns Austurlands, sem er sérstök deild innan Héraðsskjalasafnsins. Þar er hægt að skoða fjölbreytt myndasöfn allt frá mannamyndum teknum fyrir aldamótin 1900 til frétta- og íþróttamynda frá síðari helmingi 20. aldar.

Hér fyrir neðan má skoða áfangaskýrslu um ljósmyndaverkefnið sem er unnið í samvinnu við Héraðsskjalasafn Árnesinga og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. Skýrslunni var skilað til Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Þjóðskjalasafns Íslands en hún sýnir stöðuna í byrjun september 2014. 

pdfLjósmyndaverkefni - áfangaskýrsla 2014