Skip to main content

admin

Dagar myrkurs 7.-17. nóvember

 

Ljósmyndasýning

Fimmtudaginn 7. nóvember kl. 12 verður opnuð sýning á myndum Guðna Þórðarsonar blaðamanns og ferðamálafrömuðar. Guðni mun hafa tekið myndirnar um miðjan 6. áratug síðustu aldar og eru þær flestar  teknará fjórum þéttbýlisstöðum á Austurlandi: Höfn, Djúpavogi, Neskaupstað og Seyðisfirði.

Fólkið á myndunum er mikið til óþekkt og vonumst við til þess að sýningargestir geti veitt aðstoð við að greina þær og er það m.a. tilgangurinn með komu þeirra hingað. Blöð með númerum myndanna og þeim upplýsingum sem fylgdu frá Þjóðminjasafninu liggja frammi og eru gestir vinsamlegast beðnir um að skrá við númer viðkomandi myndar upplýsingar sem þeir kunna að hafa.

Sýningin verður opin á opnunartíma safnsins: mánudaga til fimmtudaga kl. 12-16. Myndirnar eru í eigu Þjóðminjasafns Íslands en aðgangur er ókeypis.

Kvikmyndasýning

Héraðsskjalasafn Austfirðinga sýnir kvikmyndina Austurland eftir Eðvarð Sigurgeirsson. Sýningartími er 90 mínútur og aðgangur er ókeypis.

Sunnudaginn 10. nóvember kl. 14 í Hlymsdölum á Egilsstöðum
Fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20 í Sláturhúsinu á Egilsstöðum

Myndin var tekin á árunum 1960-1966 af bæjum, kauptúnum, fólki, atvinnulífi og staðháttum á Austurlandi. Aukaefni er Á hreindýraslóðum, mynd gerð á árunum 1939-1944 af leiðangri í Kringilsárrana.