Skip to main content

admin

Ráðstefna skjalavarða í Kópavogi

Dagana 23. og 24. september tók Héraðsskjalasafn Kópavogs á móti fulltrúum systurstofnana sinna af öllu landinu á ráðstefnu sem haldin var í stúkunni við Kópavogsvöllinn.

Bára og Magnhildur sátu ráðstefnuna á vegum Félags héraðsskjalavarða. Ráðstefnan var haldin í Kópavogi og hana sóttu skjalaverður af öllu landinu. Á ráðstefnunni voru málstofur þar sem tekið var á ýmsum þáttum í daglegu starfi safnanna. Má þar nefna staðlaða skráningu skjalasafna og reglur um aðgengi að þeim, nýlegar útgáfur skjalasafna, samstarf við sögufélög og sameiginleg átök héraðsskjalasafnanna um söfnun skjala. Þetta er þriðja ráðstefnan sem félagið heldur, árið 2011 var hún í Reykjavík og í fyrra á Akureyri. Hún er vettvangur fyrir starfsmenn skjalasafnanna að kynnast og efla samstarf sín á milli sem og að árétta mikilvægi starfs þeirra fyrir sveitarfélögin, bæði hið stjórnsýslulega hlutverk safnanna sem snýr að varðveislu skjallegra gjörninga sveitarfélaganna og veitingu aðgengis að þeim og hið menningarlega hlutverk sem snýr að eflingu á þekkingu á sögu umdæma héraðsskjalasafnanna. Félag héraðsskjalavarða á Íslandi heldur úti öflugum vef á slóðinni heradsskjalasafn.is.