Skip to main content

admin

Sumarsýning 2012

Í þessari sumarsýningu, hér á heimasíðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga, kennir ýmissra grasa og eru myndirnar, sem teknar eru á árabilinu 1950-2000, komnar víða að. Nokkrar eru úr stærri söfnum sem hér eru til varðveislu, þ.e. safni vikublaðsins Austra og söfnum blaðamannanna Önnu Ingólfsdóttur og Sigurðar Aðalsteinssonar. Aðrar koma úr einkasöfnum sem Ljósmyndasafnið hefur fengið til varðveislu.

  Í sýningunni gefur að líta myndir frá ýmsum atburðum, atvinnulífi, samkomum og ferðalögum, auk þess að að valdar hafa verið nokkrar myndir af einstaklingum og hópum frá mismunandi tíma. Allar hafa þær sögu að segja og gefa okkur, t.d. upplýsingar um mannlíf, klæðaburð og hártísku á hverjum tíma. Skráningu mynda er endalaust hægt að bæta og eru allar upplýsingar vel þegnar.