Skip to main content

admin

Bókavaka Safnahússins 2011

Hin árlega Bókavaka Safnahússins verður fimmtudagskvöldið 1. desember nk. og hefst kl. 20:30.
Að venju verður austfirsk útgáfa í öndvegi. Fimm höfundar munu koma og lesa úr verkum sínum. Kynnir á Bókavökunni verður Arndís Þorvaldsdóttir.

Þeir höfundar sem munu koma og lesa úr verkum sínum á Bókavökunni í ár er eftirfarandi:
Sveinn Snorri Sveinsson (Hinum megin við sólsetrið), Helga Erla Erlendsdóttir (Elfríð. Frá hörmungum Þýskalands til hamingjustranda), Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir (Lausagrjót úr þagnarmúrnum), Sigurjón Bjarnason (Fjörmenn og fátæklingar), Ingunn Snædal (Það sem ég hefði átt að segja næst - þráhyggjusögur).
Auk þessara bóka verða kynntar aðrar austfirskar bækur sem komu út á árinu.
Bókavakan hefur verið vel sótt undanfarin ár og er von okkar að svo verði einnig nú. Að venju verður aðgangur ókeypis.