Ljósmyndir Sigurðar Blöndal
Ný myndasýning birtist í dag (11. mars 2011) hér á heimasíðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Höfundur myndanna á sýningunni er Sigurður Blöndal fyrrverandi skógræktarstjóri, en um þessar mundir stendur yfir skönnun filmusafns hans hér í Héraðsskjalasafninu. Sigurður hefur verið mikilvirkur ljósmyndari um árabil og hefur safn hans að geyma ómetanlegar myndir frá ýmsum atburðum, framkvæmdum og mannlífi á Austurlandi. Myndirnar tuttugu sem hér birtast eru teknar á tæpum áratug, þ.e. frá árabilinu 1972 -1980. Þær eru birtar hér með góðfúslegu leyfi Sigurðar.