Skip to main content

admin

Kæru hlustendur

Við minnum á dagskrána Kæru hlustendur sem verður í Safnahúsinu laugardaginn 13. nóvember nk. Dagskráin er tileinkuð 80 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Hún er um klukkustundar löng og hefst klukkan 17:00. Aðgangur er ókeypis.

Flutt verða brot úr verkum nokkurra höfunda, þar sem útvarpið kemur við sögu, og inn á milli blandað fróðleik frá starfi þess fyrstu 30 árin. Útvarpskvartettinn verður á staðnum og flytur dægurmúsík frá fyrri tíð. Kvartettinn skipa þau Charles Ross, Suncana Slamnig, Áslaug Sigurgestsdóttir og Sigurbjörn Snæþórsson.