Skip to main content

admin

Bókavaka Safnahússins

Fimmtudagskvöldið 2. desember nk. verður hin árlega Bókavaka haldin í Safnahúsinu og hefst hún kl. 20:30. Að venju verður áherslan lögð á austfirska útgáfu og munu nýútgefnar austfirskar bækur verða kynntar með upplestri og frásögnum af útgáfu þeirra. Sex bækur verða kynntar sérstaklega og munu höfundar eða aðstandendur þeirra verða á staðnum og kynna sínar bækur.

Bækurnar sem verða kynntar sérstaklega eru: Það reddast. Sveinn Sigurbjarnarson ævintýramaður á Eskifirði lítur um öxl, skráð af Ingu Rósu Þórðardóttur - Fjallaþytur. Úrval úr ljóðum Hákonar Aðalsteinssonar  - Sveppabókin. Íslenskir sveppir og sveppafræði eftir Helga Hallgrímsson - Fólkið í plássinu eftir Má Karlsson - Jörðin kallar á börnin sín eftir Sigurjón Jónsson frá Snæhvammi - Austan um land (2. útgáfa) eftir Sigurð Óskar Pálsson. Auk þessara bóka verður sagt frá öðrum austfirskum bókum sem komu út á árinu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.