Skip to main content

admin

Sigfúsarvaka: „Brostu þá margir heyranlega“

Dagskrá og opnun sýningar í tilefni af því að 160 ár eru liðin frá fæðingu Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara. Á neðstu hæð í Safnahúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 31. október kl. 16:00.

safnid.jpg

Um þessar mundir eru 160 ár frá fæðingu Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnasafnara frá Eyvindará. Af því tilefni verður haldin Sigfúsarvaka í Safnahúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 31. október kl. 16:00. Þar verður fjallað um ævi Sigfúsar og störf auk þess sem þjóðsögur, sagnir og ljóð úr safni hans verða flutt á fjölbreyttan hátt.

Vakan fer fram í kjallara Safnahússins (fyrir framan Héraðsskjalasafnið) og við sama tilefni verður opnuð sýning um Sigfús. Þar verða meðal annars til sýnis ýmis skjöl með rithönd Sigfúsar og hægt verður að hlusta á þjóðsögur úr safni hans.

Sýningin og vakan eru samstarfsverkefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga, Minjasafns Austurlands og Bókasafns Héraðsbúa. Verkefnið er styrkt af Alcoa Fjarðaáli og Ússuhópnum.