Skip to main content

admin

Ljósmyndaverkefni - Áfangaskýrsla 2013

Héraðsskjalasafn Austfirðinga hefur fengið áframhaldandi styrk á fjárlögum vegna verkefnis um skönnun og skráningu ljósmynda. Á árinu 2013 voru skannaðar 15.340 myndir og 11.691 þeirra mynda voru skráðar

Í byrjun árs 2011 hófst hjá Héraðsskjalasafninu verkefni við skönnun og skráningu ljósmynda. Verkefnið er samstarfsverkefni þriggja héraðsskjalasafna og hefur meginhluti fjárveitingar til þess komið af fjárlögum íslenska ríkisns. Við fjárlagagerð ársins 2014 fékkst framhaldsfjárveiting til verkefnsins sem er því að hefja sitt fjórða starfsár.

Á árinu 2013 voru skannaðar 15.340 myndir og 11.691 þeirra mynda voru skráðar. Samtals er búið að skanna 58.368 myndir og skrá 52.733 myndir frá árinu 2011. Tæknileg vandamál urðu til þess að ekki var unnt að opna tilraunaútgáfa af ljósmyndavef fyrr en í desember 2013. Stefnt er að því að ljósmyndavefurinn verði opnaður formlega sumar. Sá viðburður mun verða kynntur nánar þegar þar að kemur.

Þrír starfsmenn vinna að verkefninu. Jóhanna Ingibjörg Sveindóttir og Ólöf Sæunn Valgarðsdóttir voru endurráðnar í upphafi árs. Magnhildur Björnsdóttir sinnir einnig ljósmyndaverkefninu samhliða öðrum störfum sínum fyrir Héraðsskjalasafnið. 

Í september á liðnu ári var stöðuskýrslu um verkefnið skilað til Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Þjóðskjalasafns Íslands:
  Ljósmyndaverkefni - áfangaskýrsla 2013. Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Héraðsskjalasafn Árnesinga, Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (pdf-skjal).