Skip to main content

admin

Samkomulag um safnahúsið

Sveitarfélög sem aðild eiga að Héraðsskjalasafni Austfirðinga hafa samþykkt að Fljótsdalshérað kaupi hlut Héraðsskjalasafnsins í safnahúsinu á Egilsstöðum, sem gera mun rekstur fasteignarinnar mun einfaldari en áður.

Á myndinni eru Páll Baldursson, Páll Björgvin Guðmundsson, Vilhjálmur Jónsson, Sigrún Blöndal, Ólafur Valgeirsson og Björn Ingimarsson.Á myndinni eru Páll Baldursson, Páll Björgvin Guðmundsson, Vilhjálmur Jónsson, Sigrún Blöndal, Ólafur Valgeirsson og Björn Ingimarsson.Á auka aðalfundi Héraðsskjalasafns Austfirðinga þann 30. janúar 2014 samþykktu fulltrúar aðildarsveitarfélaga að Fljótsdalshérað kaupi hlut Héraðsskjalasafnsins í safnahúsinu frá og með síðustu áramótum.

Samningur þar um var undirritaður á fundinum, sem og langtíma leigusamningur þar sem Fljótsdalshérað leigir Héraðsskjalasafninu aðstöðu í safnahúsinu.

Með þessum samningi er allt viðhald hússins komið á eina hendi og skuldbindur Fljótsdalshérað sig til að leggja fram 30 milljónir á árunum 2014 og 2015 til að bregðast við bráðri þörf í þeim efnum.    

Sameiginleg yfirlýsingSameiginleg yfirlýsing aðildarsveitarfélaga um þennan gjörning.