Skip to main content

admin

Málstofa um heimagrafreiti

  19. október 2021

Dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands, flytur erindi í Kirkjuselinu í Fellabæ þriðjudaginn 19. október kl. 17:00-19:00. Fjallað verður um þær miklu vinsældir sem heimagrafreitir nutu á tímabilinu 1880–1960 og þá ekki síst á Austurlandi þar sem mikinn fjölda þeirra er að finna.

Í erindi Hjalta verður sagt frá upphafi siðarins, útbreiðslu hans, ástæðum þess að grafreitir voru stofnaðir sem og hvernig kirkjan brást við nýbreytninni sem í grafreitunum fólst.

Að loknu erindi verður boðið upp á fyrirspurnir, umræður og kaffiveitingar.

Málstofustjóri verður Stefán Bogi Sveinsson.

Vonast er eftir þátttöku þeirra sem tengsl hafa við heimagrafreiti á Austurlandi en öll þau sem hafa áhuga á efninu eru boðin velkomin og hvött til að mæta.