Skip to main content

admin

Nýr vefur kominn í loftið

Nýr vefur Héraðsskjalasafns Austfirðinga er nú kominn í loftið. Búast má við hnökrum meðan að verið er að lagfæra ýmis atriði.

Nýi vefurinn byggir á Joomla vefumsjónarkerfinu líkt og gamli vefurinn, en nauðsynlegt var orðið að uppfæra vefkerfið og um leið gera vefinn betur úr garði til birtingar í hinum ýmsu gerðum snjalltækja. Austurnet á Egilsstöðum setti upp nýja vefinn og sá um yfirfærslu gagna í samstarfi við starfsfólk skjalasafnsins.

Við yfirfærslu af gömlum vef yfir á nýjan má alltaf búast við að eitthvað skolist til. Næstu daga og vikur munu reglulega verða teknar rispur í að lagfæra ýmsa smávægilega hnökra og uppfæra efni á vefnum. Við hvetjum þau sem rekast á einhver vandamál á vefnum til að senda okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Við vonumst einnig til þess að geta fljótlega opnað nýjan mynda- og skjalavef sem unnið er að, auk þess sem gert er ráð fyrir að innan skamms geti uppfærð skjalaskrá yfir einkaskjöl í safninu orðið aðgengileg á vefnum, ásamt fleiru.