Skip to main content

admin

Laust starf skjalavarðar

Héraðsskjalasafn Austfirðinga leitar að skjalaverði í fullt starf til að sinna fjölbreyttum verkefnum safnsins.

Um er að ræða áhugavert starf í skemmtilegu starfsumhverfi sem felur í sér mikil samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini safnsins.

Skjalavörður heyrir undir héraðsskjalavörð sem er forstöðumaður safnsins.

Helstu verkefni og ábyrgð:
Móttaka skjala, skráning og frágangur.
Leit í skjalasafni og afgreiðsla beiðna um aðgang að skjölum.
Ljósritun, skönnun og önnur umsýsla.
Upplýsingagjöf til viðskiptavina safnsins.
Móttaka gesta og ýmis önnur tilfallandi verkefni sem forstöðumaður felur starfsmanni.

Hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða marktæk starfsreynsla úr sambærilegu starfi.
Reynsla af vinnu við skjalastjórn, við skjalvörslu eða á bóka- eða minjasafni er æskileg.
Góð tölvukunnátta og hæfni til að tjá sig skriflega.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Stefán Bogi Sveinsson héraðsskjalavörður í síma 471-1417 eða gegnum tölvupóstinn This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 10.12.2023.