Laust starf skjalavarðar
Héraðsskjalasafn Austfirðinga leitar að skjalaverði í fullt starf til að sinna fjölbreyttum verkefnum safnsins.
Um er að ræða áhugavert starf í skemmtilegu starfsumhverfi sem felur í sér mikil samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini safnsins.
Skjalavörður heyrir undir héraðsskjalavörð sem er forstöðumaður safnsins.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Móttaka skjala, skráning og frágangur.
Leit í skjalasafni og afgreiðsla beiðna um aðgang að skjölum.
Ljósritun, skönnun og önnur umsýsla.
Upplýsingagjöf til viðskiptavina safnsins.
Móttaka gesta og ýmis önnur tilfallandi verkefni sem forstöðumaður felur starfsmanni.
Hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða marktæk starfsreynsla úr sambærilegu starfi.
Reynsla af vinnu við skjalastjórn, við skjalvörslu eða á bóka- eða minjasafni er æskileg.
Góð tölvukunnátta og hæfni til að tjá sig skriflega.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Stefán Bogi Sveinsson héraðsskjalavörður í síma 471-1417 eða gegnum tölvupóstinn
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 10.12.2023.