Skip to main content

admin

Skyrgámur elskar þjóðsögur!

Í gær var mikið um dýrðir í Safnahúsinu á Egilsstöðum þegar boðið var upp á jólasamveru undir yfirskriftinni Líða fer að jólum.

Öll söfnin í húsinu tóku þátt í dagskránni og var ýmislegt í boði, einkum fyrir yngstu kynslóðina. Boðið var upp á jólaföndur og jólaratleik auk þess sem á Bóksafni Héraðsbúa var bókin Lára fer á jólaball lesin upp fyrir áhugasama áheyrendur. Þá opnaði Minjasafn Austurlands jólasýningu sína, Þorláksmessukvöld.

Svo heppilega vildi til að einmitt þennan dag ákvað Skyrgámur Leppalúðason að leggja leið sína á Héraðsskjalasafn Austfirðinga. Það var nú svolítið vesen á honum til að byrja með, því hann slapp inn í skjalageymsluna og tók þar ljósmynd eina traustataki sem hann sagðist halda að væri af frænda hans. Eftir smá stapp var þó hægt að koma honum í skilning um að hann mætti ekki taka myndirnar eða skjölin.

Aðspurður viðurkenndi hann að hann ætti nú ekki að vera kominn til byggða og varð mjög flóttalegur þegar spurt var hvort Grýla vissi af þessu. En það kom í ljós að Skyrgámur er mikill lestrarhestur og er sérstaklega hrifinn af þjóðsögum. Hann komst því í feitt í bókasafninu.

Hann tók því síðan afar vel þegar spurðist út að hann væri staddur í húsinu og leyfði gestum og gangandi að taka myndir og spjallaði við krakka og fullorðna eins og honum einum er lagið.

Bókasafn1  Bókasafn2  

Minjasafn1

Minjasafn2

Skjalasafn2

Skjalasafn1