Styrkur frá Menningarráði Austurlands
Héraðsskjalasafn Austfirðinga fékk 200.000,- kr. styrk frá Menningarráði Austurlands við úthlutun menningarstyrkja ráðsins sem fram fór sl. laugardag, 16. apríl. Menningarráð úthlutaði þá 63 styrkjum til menningarverkefna á Austurlandi, samtals að fjárhæð 26 milljónir króna. Héraðsskjalasafnið hlaut styrk vegna verkefnsins Austtfirsk menning í ljósmyndum. Markmið verkefnisins er að fara á haustmánuðum með sérútbúnar sýningar á myndum úr Ljósmyndasafni Austurlands (sem hýst er hjá Héraðsskjalasafninu) í byggðalög á Austurlandi sem eru hvað fjærst safninu. Upplýsingar um verkefni sem hlutu styrki frá Menningarráði Austurlands í ár má sjá á heimasíðu Menningarráðs (sjá:www.austur.is).