Skip to main content

admin

Endurfundir - Miðaldaklaustrið á Skriðu

Sýningin ENDURFUNDIR stóð í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands 2009-2010 og fjallaði um fornleifarannsóknir sem Kristnihátíðarsjóður styrkti árin 2001–2005. Á sýningunni var fjallað um rannsóknir á Gásum, Hólum, Keldudal, Kirkjubæjarklaustri, Reykholti, Skálholti, Skriðuklaustri og á Þingvöllum.
Skriðuklausturshluta sýningarinnar er nú búið að setja upp í Minjasafni Austurlands og formleg opnun verður laugardaginn 16. apríl kl. 13:00. Kaþólski presturinn Pétur Kovácik mun syngja tíðabænir og Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur flytur erindi um rannsóknina.
Páskaföndur verður í boði eins og fyrri ár og ásamt þjóðlegum veitingum.
Allir velkomnir og frítt inn að vanda.