Samstarfssamningur um ljósmyndaverkefni
Fimmtudaginn 27. janúar var undirritaður í Kópavogi samstarfssamningur milli Héraðsskjalasafna Austfirðinga, Árnesinga og Skagfirðinga um skönnun, skráningu og frágang ljósmynda. Söfnin þrjú fengu á fjárlögum þessa árs 13,5 milljónir til þessa verkefnis og mun sú fjárveiting skiptast jafnt á milli þeirra. Gert er ráð fyrir að tvö störf skapist hjá hverju safni í tengslum við verkefnið.
Um samstarfssamninginn og verkefnið sjálft má lesa nánar á heimasíðu Félags héraðsskjalavarða (http://www.heradsskjalasafn.is/).