Skip to main content

admin

Jólasýning Ljósmyndasafnsins

Jólasýning Ljósmyndasafnsins hér á heimasíðunni er að þessu sinni helguð fjölskyldumyndum og hópmyndum. Tíminn sem myndirnar eru frá spannar u.þ.b. heila öld og eru elstu myndirnar teknar á síðasta tugi 19. aldar og sú yngsta í byrjun tíunda áratugar 20. aldar.

Á myndirnar, sérstaklega þær sem teknar eru af hópum, vantar nöfn og eru upplýsingar þegnar með þökkum. Reynslan hefur sýnt að erfitt hefur reynst að bera kennsl á fólkið á elstu myndunum, en um hópmyndirnar sem teknar eru á síðustu öld má gera sér góðar vonir. 
 Í Ljósmyndasafni Austurlands er varðveitt mikið af óþekktum myndum sem flestar eru í möppum sem handhægt er að fletta og eru áhugamenn um gamlar ljósmyndir innilega velkomnir í safnið.