Skip to main content

admin

Efnisskrá Austfirska sjónvarpsfélagsins komin á vefinn

Í kvöld, föstudagskvöldið 20. ágúst, kl. 20:00 verður sýningin Austurland fyrir 20 árum hér í Safnahúsinu, en hún inniheldur valin myndskeið úr myndbandasafni Austfirska sjónvarpsfélagsins. Það safn var nýlega fært á stafrænt form (DVD) og er nú aðgengilegt í Héraðsskjalasafninu. Efnisskráin sem gerð var í tenglsum við stafrænu yfirfærsluna er hins vegar orðin aðgengileg hér á heimasíðunni. Skrána má nálgast undir flipanum "Skjalasafn" hér efst á síðunni (síðan er opnaður tengill (vinstra megin) sem heitir "AustSjón - Efnisskrá" en hann inniheldur pdf-skjal með efnisskránni. Vert er svo að minna á að nýlega var sett hér á síðuna ný ljósmyndasýning sem nefnist "Austfirskar fréttir".