Skip to main content

admin

Leitað að bókum Héraðsskjalasafnsins

Á vefnum leitir.is býðst aðgengi að fjölbreyttum safnkosti bókasafna á Íslandi og efni valinna sérsafna. Einnig er mögulegt að takmarka leit við Héraðsskjalasafn Austfirðinga sem á um 9.900 bækur.

Gögn sem eru aðgengileg í leitir.is koma víða að. Á síðari árum hefur stafrænum gagnasöfnum á vegum bókasafna og fjölmargra annarra fjölgað hratt. Flest þessara gagnasafna bjóða upp á eigin vefaðgang. Með leitir.is er notendum í fyrsta skipti gert kleift að leita í þessum gagnasöfnum frá einum stað. Í fyrstu verður boðið upp á efni úr Gegni, Bækur.is, Elib, Hirslu, Hvar.is, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Skemmunni og Tímarit.is. Þetta er þó aðeins byrjunin, því stefnt er að því að bæta stöðugt við gögnum á leitir.is.

Til að leita eingöngu að bókum sem eru til hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga er hægt að nota þessa krækju: leitir.is

  • Ritað .