Skip to main content

admin

Fundur um Safnahúsið 11.12.2015

Fundur um Safnahúsið 11. desember 2015
Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu á Egilsstöðum og hófst hann kl. 9 í húsnæði Minjasafns. 

Mætt voru frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Bára Stefánsdóttir. Fulltrúar frá Minjasafni Austurlands voru: Maríanna Jóhannsdóttir og Elsa Guðný Björgvinsdóttir.

Ólafur stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.    Safnahúsið og skuldbinding Fljótsdalshéraðs vegna Laufskóga 1
Fundarmenn ræddu ósk bæjarráðs um breyttan framkvæmdatíma til að uppfylla samning sem gerður var samhliða sölu á Safnahúsinu um að Fljótsdalshérað verji 30 millj. til viðhalds og endurbóta á húsinu á árunum 2014 og 2015.

2.    Heimsókn fulltrúa Fljótsdalshéraðs
Björns Ingimarssonar bæjarstjóri og Gunnar Jónsson formaður bæjarráðs sátu fundinn undir þessum lið. Þeir kynntu yfirlit yfir viðhald og endurbætur í Safnahúsi 2014-2015 og greindu frá viðræðum við ríkið um fjárveitingu til að klára að byggja burst 2.

3.    Bókun fundarins
Eftirfarandi bókun var samþykkt af fulltrúm Minjasafns og Hérðasskjalasafns á fundinum:

Fundurinn fagnar áformum um að ráðist verði í að ljúka við burst 2 í Safnahúsinu og leggur áherslu á að húsnæðið verði fullklárað og komist í notkun fyrir árslok 2017.

Fundurinn samþykkir að framkvæmdatími vegna samnings um 30 millj. kr. famlag til endurbóta og viðhalds á árunum 2014-2015 verði framlengdur til áranna 2016-2017. Þó með fyrirvara um að hve miklu leyti hann hefur verið uppfylltur fram að þessu sbr. Viðhaldsáætlun Fljótsdalshéraðs 2014-2015 sem vísað er til í kaupsamningi dags. 30.1.2014. Því óskar fundurinn eftir nánari sundurliðun á útgjaldaliðum vegna viðhalds og endurbóta í Safnahúsi á árinum 2014 og 2015.

Farið er fram á að sem fyrst verði brugðist við lekavanda í húsinu óháð því hvenær ráðist verði í að klára burst 2. Auk þess verði loftræsikerfi hreinsað sem fyrst enda ógnar ástandið heilsu starfsfólks og gesta.

4.    Önnur mál
Engin önnur mál komu fram.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið um kl. 11:45.

Ólafur B. Valgeirsson [sign.]       
Ragnhildur Indriðadóttir [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]
Maríanna Jóhannsdóttir [sign.]
Elsa Guðný Björgvinsdóttir [sign.]