Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 18.2.2016

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 18. febrúar 2016
Fundurinn var símafundur og hófst hann kl. 12:15.

Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Björn Hafþór Guðmundsson og
Bára Stefánsdóttir. Ólafur stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá:
1.    Aukin rekstrarframlög 2016
Fyrir fundinum lá beiðni um aukin rekstrarframlög árið 2016 vegna ófyrirséðra launahækkana. 
Í fjárhagsáætlun sem var samþykkt á aðalfundi 2015 var gert ráð fyrir 5% launahækkunum. 
Nýr kjarasamningur milli sveitarfélaga og FOSA um 5,5% hækkun og yfirstandandi kjaraviðræður launanefndar sveitarfélaga við BHM sýna að launahækkanir voru vanáætlaðar. 
Forstöðumaður áætlar að laun og launatengd gjöld hækki um 1,5 millj. miðað við fyrri áætlun en kjarasamningur við BHM rann út 31.8.2015. Resktrarframlög þurfi því að hækka úr 20 millj. í 22 millj. að teknu tilliti til framlags til bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar og frádrætti Fjarðabyggðar vegna Mynda- og skjalasafns Norðfjarðar.

Stjórn samþykkir að senda uppfærða fjárhagsáætlun og skiptingu rekstrarframlaga til aðildarsveitarfélaganna ásamt beiðni um hærri framlög á árinu 2016.

2.    Önnur mál
Beiðni stjórnar frá því í desember 2015, um nánari sundurliðun á fjárhæðum sem hafa farið í viðhald á Safnahúsi, hefur verið ítrekuð við Björn Ingimarsson bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs. Málið mun dragast lengur þar sem umsjónarmaður fasteigna er fjarverandi vegna veikinda.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið um kl. 12:45.

Ólafur B. Valgeirsson [sign]        
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Björn Hafþór Guðmundsson [sign]
Bára Stefánsdóttir [sign]