Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 31.5.2016

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 31. maí 2016
Fundurinn var símafundur og hófst hann kl. 18:15. 
Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Björn Hafþór Guðmundsson og
Bára Stefánsdóttir. Ólafur stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá:
1.    Rekstrarreikningur 2015
Farið yfir drög að rekstrarniðurstöðu 2015 sem er í samræmi við áætlun sem gerði ráð fyrir 5,8 millj. kr. tapi eða sömu upphæð og reiknuð húsaleiga í Safnahúsi. 

2.    Fjárhagsáætlun 2017
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun sem gera ráð fyrir að tekjur hækki um 2 millj. miðað við áætlun 2016. Gjöld hækki sambærilega. Rekstrarniðurstaða verði neikvæð um 5,8 millj. sem er sama fjárhæð og raunleiga í Safnahúsi.
Áætlunin verður send með tölvupósti til sveitarfélaganna en lokaútgáfa verður lögð fyrir aðalfund í hausti.

3.    Rekstrarframlög 2017
Gert er ráð fyrir 23,7 millj. í rekstrarframlög frá aðildarsveitarfélagum safnsins.

4.    Erindi frá Fjarðabyggð um stofnsamning 
Í bréfi til stjórnar dags. 17. mars 2016 er óskað eftir að farið verði yfir samþykktir Héraðsskjalasafnsins og þeim breytt, sé þörf á, með hliðsjón af IX. kafla sveitarstjórnarlaga.

Stjórnin telur að þessar ábendingar eigi ekki við Héraðsskjalasafn Austfirðinga sérstaklega heldur séu almenns eðlis og telur því eðlilegt að sveitarfélögin sjálf eða samstarfsvettvangur þeirra kanni málið enda er um fjölmörg sambærileg samstarfsverkefni að ræða, svo sem byggðasamlög.

5.    Önnur mál
a) Skönnun á hreppsbókum
Héraðsskjalasafnið og Skjala- og myndasafn Norðfjarðar hafa fengið 3 millj. í styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands til að skanna gamlar hreppsbækur á Austurlandi. Starfsmaður hefur verið ráðinn til að sinna verkefninu tímabundið.
b) Afritun á hljóð- og myndefni
Héraðsskjalasafnið hefur fengið 1 millj. styrk frá Alcoa Fjarðaáli til að færa hljóð- og myndefni um héraðs- og menningarsögu Austurlands á stafrænt form.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:00.

Ólafur B. Valgeirsson [sign]    
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Björn Hafþór Guðmundsson [sign]    
Bára Stefánsdóttir [sign]