Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 26.9.2016

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 26. september 2016
Fundurinn var símafundur og hófst hann kl. 12:15. 
Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Björn Hafþór Guðmundsson og
Bára Stefánsdóttir. Ólafur stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá:
1.    Ársreikningur 2015
Tap af rekstri er 6,1 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir 5,8 millj. kr. tapi (húsaleiga í Safnahúsi). 
Mismunur skýrist af óteknu orlofi sem er bókfært 308 þús. kr. Ársreikningurinn var samþykktur.

2.    Endurskoðunarskýrsla 2015
Skýrslan lögð fram til kynningar. Engar athugasemdir gerðar. 

3.    Undirbúningur aðalfundar
Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 3. nóvember kl. 14 í Safnahúsinu í Neskaupstað. 
Í tilefni af 40 afmæli safnsins flytur Hrafnkell Lárusson erindi um sögu safnsins í lok dagskrár.

4.    Skuldbinding Fljótsdalshéraðs vegna Safnahúss
Á fundi Héraðsskjalasafnsins, Minjasafns Austurlands og sveitarfélagsins í desember 2015 óskuðu fulltrúar safnanna eftir nánari sundurliðun á útgjaldaliðum vegna viðhalds og endurbóta á Safnahúsinu á árunum 2014 og 2015. Yfirlitið hefur borist og þarfnast nánari skoðunar. 
Báru og Ragnhildi falið að vinna áfram með málið.

5.    Önnur mál
Engin önnur mál komu fram.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:10.

Ólafur B. Valgeirsson [sign]    
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Björn Hafþór Guðmundsson [sign]    
Bára Stefánsdóttir [sign]