Skip to main content

admin

Aðalfundur 25.11.2015

Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga árið 2015

Haldinn í Gamla kaupfélaginu á Breiðdalsvík miðvikudaginn 25. nóvember kl. 14.
Fundurinn átti að fara fram 24. nóvember en var frestað vegna veðurs.

Fulltrúar sveitarfélaga á fundinum voru:
  Borgarfjarðarhreppur:    enginn fulltrúi
  Breiðdalshreppur:         Anna Margrét Birgisdóttir
  Djúpavogshreppur:        Þorbjörg Sandholt
  Fjarðabyggð:            Dýrunn Pála Skaftadóttir
  Fljótsdalshérað:        Óðinn Gunnar Óðinsson
  Fljótsdalshreppur:        enginn fulltrúi
  Seyðisfjarðarkaupstaður:    Jónína Brá Árnadóttir
  Vopnafjarðarhreppur:    Sigríður Bragadóttir

Eftirtaldir stjórnarmenn voru á fundinum: Ólafur Valgeirsson og Ragnhildur Indriðadóttir.
Bjarni Grímsson var fundarstjóri og Bára Stefánsdóttir ritaði fundargerð.
Áheyrnarfulltrúi Breiðdalshrepps var Sif Hauksdóttir.

Dagskrá:

1.    Skýrsla stjórnar

Ólafur formaður þakkaði góðar móttökur hjá heimamönnum á Breiðdalsvík. Hann flutti skýrslu um störf stjórnar milli aðalfunda 2014 og 2015. Ný stjórn var kjörin til fjögurra ára á aðalfundi SSA en haldnir voru 9 stjórnarfundir á árinu 2014. Gengið var frá sölu á eignarhluta safnsins í Laufskálum 1 til Fljótsdalshéraðs á aukaaðalfundi 30. janúar 2014.

Ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins árið 2014
Bára forstöðumaður sagði frá reglubundinni starfsemi og sérverkefnum á árinu 2014.
Ný lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 tiltaka ábyrgð forstöðumanna á skjalastjórn sveitarfélaga og stofnana í þeirra eigu. Jafnframt er héraðsskjalasöfnum ætlað að hafa eftirlit með skjalavörslu fyrrnefndra aðila.

2.    Afgreiðsla ársreiknings 2014

Forstöðumaður fór yfir ársreikning 2014 og greindi frá helstu liðum.
Rekstrartekjur voru 26,2 millj. og rekstrargjöld 34,1 millj. Niðurstaða rekstrarreiknings fyrir árið 2014 er því rekstrartap uppá 7,8 millj., þar af eru 5,8 millj vegna reiknaðrar húsaleigu í Safnahúsi. Tap af hefðbundnum rekstri var 2 millj. Handbært fé í lok árs 2014 var 5,2 millj.

Ársreikningurinn borinn undir atkvæði. Samþykktur samhljóða.

3.    Afgreiðsla fjárhagsáætlunar 2016

Forstöðumaður fór yfir tölur og gerði grein fyrir forsendum fjárhagsáætlunarinnar.
Rekstrargjöld verði 25,2 millj. Rekstrartekjur verði 21,9 millj., þar af nema rekstrarframlög aðildarsveitarfélaga 19,1 millj. Héraðsskjalasafnið verði því rekið með 5,8 millj. halla á árinu 2015 sem er sama upphæð og húsaleiga í Safnahúsinu.

Fjárhagsáætlun var samþykkt samhljóða.

4.    Kjör löggilts endurskoðanda

Stjórn leggur til að Magnús Jónsson hjá KPMG sjái áfram um endurskoðun á ársreikninga safnsins.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

5.    Kjör skoðunarmanna reikninga

Stjórn leggur til að Sigurjón Jónasson og Ómar Bogason verði endurkjörnir skoðunarmenn reikninga safnsins.
Varamenn verði: Adolf Guðmundsson Seyðisfirði og Sigurjón Bjarnason Egilsstöðum.
Samþykkt samhljóða.

6.    Önnur mál
 
Fjarðabyggð býður til næsta aðalfundar.
Fundarmenn þáðu kaffiveitingar í boði Breiðdalshrepps.

Fundargerð var lesin og undirrituð.
Fundi var slitið kl. 14:45

Jónína Brá Árnadóttir [sign.]
Anna Margrét Birgisdóttir [sign.]
Sif Hauksdóttir [sign.]
Ragnhildur Indriðadóttir [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]
Þorbjörg Sandholt [sign.]
Óðinn Gunnar Óðinsson [sign.]
Ólafur Valgeirsson [sign.]
Dýrunn Pála Skaftadóttir [sign.]
Bjarni Grímsson [sign.]
Sigríður Bragadóttir [sign.]