Stjórnarfundur 25.11.2015
Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 25. nóvember 2015
Fundurinn var haldinn á Hótel Bláfelli Breiðdalsvík miðvikudaginn 25. nóvember og hófst hann kl. 13 með léttum hádegisverði. Fundurinn átti að fara fram 24. nóv. en var festað vegna veðurs.
Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Indriðadóttir og Bára Stefánsdóttir.
Ólafur stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.
Björn Hafþór Guðmundsson var fjarverandi og varamaður hans komst ekki á fundinn.
Dagskrá
1. Undirbúningur aðalfundar 2015
Dagskrá aðalfundar rædd.
2. Skuldbinding Fljótsdalshéraðs vegna Laufskóga 1
Borist hefur erindi frá Fljótsdalshéraði vegna Laufskóga 1. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir breyttum framkvæmdatíma til að uppfylla samning sem gerður var samhliða sölu á Safnahúsinu um að Fljótsdalshérað verji 30 millj. til viðhalds og endurbóta á húsinu á árunum 2014 og 2015.
Samþykkt að þiggja boð bæjarstjóra um að koma til fundar við stjórnina með frekari upplýsingar um málið. Óskað er eftir sundurliðun á framkvæmdum í Safnahúsi á árunum 2014 og 2015 og nánari skýringum á hugmyndum um að byggja burst í stað þaks yfir munageymslu.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:40.
Ólafur B. Valgeirsson [sign.]
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]