Stjórnarfundur 8.7.2015
Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 8. júlí 2015
Fundurinn var símafundur og hófst hann kl. 16:30.
Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Björn Hafþór Guðmundsson og Bára Stefánsdóttir. Ólafur stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Ársreikningur 2014
Forstöðumaður (BS) kynnti nýja útgáfu af ársreikningi (dags. 5.6.). Rekstrartap ársins 2014 var 7,8 millj., þar af eru 5,8 millj. vegna reiknaðrar húsaleigu í Safnahúsi. Tap af hefðbundnum rekstri var því 2 millj.
Stjórnin samþykkir ársreikninginn með fyrirvara um hugsanlegar athugasemdir kjörinna skoðunarmanna.
2. Fjárhagsáætlun 2016
Gert er ráð fyrir 23,8 millj í rekstrartekjur, þar af verði rekstrarframlög sveitarfélaga 20 millj.
Áætluð rekstrargjöld eru 29,6 millj. Rekstrartap ársins verði 5,8 millj. eða sama upphæð og reiknuð húsaleiga í Safnahúsi.
Áætlunin var samþykkt, verður send til aðildarsveitarfélaga og lögð fyrir aðalfund í nóvember.
3. Önnur mál
Fundargerð frá 28. maí staðfest.
Engin önnur mál komu fram.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið um kl. 17:15.
Ólafur B. Valgeirsson [sign]
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Björn Hafþór Guðmundsson [sign]
Bára Stefánsdóttir [sign]