Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 28.5.2015

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 28. maí 2015
Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu á Egilsstöðum og hófst hann kl. 16:30.

Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Björn Hafþór Guðmundsson og Bára Stefánsdóttir. Ólafur stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.    Drög að ársreikningi 2014
Forstöðumaður (BS) kynnti drög dags. 22. maí. Rekstrartap ársins 2014 er 7,5 millj., þar af eru 5,8 millj. vegna reiknaðrar húsaleigu í Safnahúsi. Tap af hefðbundnum rekstri var því 1,7 millj. Rekstrarafgangur ársins 2013 var 39,5 millj., þar af var söluhagnaður safnahúss 38,4 millj. Afgangur af hefðbundnum rekstri var því 1,1 millj. Handbært fé í árslok 2014 var 2,2 millj. og lækkaði um 2,9 millj. á milli ára (var 5,2 millj. í lok árs 2013).
 
2.    Drög að fjárhagsáætlun 2016
Fyrstu drög frá BS gera ráð fyrir sömu upphæð 23,6 millj. í rekstrartekjur og rekstrargjöld. Rekstrartap ársins 2016 verði þó 5,8 millj. vegna húsaleigu í Safnahúsi. Gert er ráð fyrir 20 millj. í rekstrarframlög frá aðildarsveitarfélögum safnsins.

3.    Önnur mál
Eldri fundargerðir undirritaðar.
Engin önnur mál komu fram.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið um kl. 18:30.

Ólafur B. Valgeirsson [sign]       
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Björn Hafþór Guðmundsson [sign]
Bára Stefánsdóttir [sign]