Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 12.12.2014

 Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 12. desember 2014
Fundurinn var símafundur sem hófst kl. 12:45.

Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Indriðadóttir, Björn Hafþór Guðmundsson og Bára Stefánsdóttir. Ólafur stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá

1.    Stjórnarlaun
Launafulltrúi Héraðsskjalasafns benti forstöðumanni á að stjórnarlaun hafa ekki hækkað síðan árið 2009. Árið 2013 voru greiddar 3.415 kr. fyrir hvern stjórnarfund og akstur skv. ríkistaxta var 116 kr. kílómetragjald. Fundarlaun voru borin saman við stjórnir og nefndir hjá SSA, Fljótsdalshéraði og Héraðsskjalasafni Árnesinga sem einnig er rekið af átta sveitarfélögum eins og skjalasafnið hér fyrir austan.
Fundarmenn samþykktu að miða við D nefnd hjá Fljótsdalshéraði sem hittist að jafnaði ársfjórðungslega. Stjórnarlaun hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga frá janúar 2014 verða því eftirfarandi:
Formaður 12.522 kr. pr. fund, varaformaður og meðstjórnandi 6.261 kr. pr. fund. Mun upphæðin hér eftir fylgja hækkunum sem verða hjá fyrrnefndri D nefnd.
Auk þess verður greitt kílómetragjald fyrir staðbundna fundi en á árinu 2014 fór meirihluti funda fram í síma.
Stjórnarlaun verða greidd einu sinni á ári, í desember, eins og verið hefur.
Til samanburðar eru nefndarlaun hjá SSA miðuð við 1,5% af þingfararkaupi sem er 651.446 eða 9.772 kr. fyrir hvern fund.

2.    Önnur mál
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:05.

Ólafur B. Valgeirsson [sign.]    
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign.]
Björn Hafþór Guðmundsson [sign.]     
Bára Stefánsdóttir [sign.]