Stjórnarfundur 18.12. 2012
Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 18. desember 2012
Fundurinn var símafundur og hófst hann kl. 15:00.
Fundargerð ritaði Hrafnkell Lárusson.
Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Pétur Sörensson og Hrafnkell Lárusson.
Formaður stjórnar, Ólafur Valgeirsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
1. Erindi Fljótsdalshéraðs til stjórnar Héraðsskjalasafnsins, dags. 7. desember sl.
Tekið var fyrir erindi sem bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs sendi stjórn safnsins þann 7. desember sl. Stjórn samþykkir að svara erindinu með eftirfarandi bókun:
Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga barst þann 7. desember sl. erindi frá bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs. Efni erindisins er að beina því til stjórnar Héraðsskjalasafnsins, nú þegar núverandi forstöðumaður þess hefur sagt starfi sínu lausu, að skoða „hvort að breytingar á rekstrarstjórn gætu mögulega leitt til hagræðingar og jafnvel eflingar á starfseminni.“ Erindið byggir á tillögu sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 5. desember sl., en þar segir m.a.: „Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að skoðað verði í kjölfarið hvort færa megi rekstur safnanna undir sameiginlegan forstöðumann [Safnahússins], til að einfalda og samræma starfsemina.“
Stjórn Héraðsskjalasafnsins telur að ekki sé unnt að leggja mat á hugmyndir um mögulegt hagræði af breyttri rekstrarstjórn safnanna í Safnahúsinu fyrr en að undangenginni athugun á núverandi starfsemi safnanna og markmiðssetningu varðandi fyrirhugaðar breytingar. Tryggja þarf að slík athugun verði gerð á faglegan hátt með skýrum markmiðum og þarfagreiningu. Stjórn telur að til þess að slík vinna hefjist þurfi staðfestingu á vilja allra aðildarsveitarfélaga Héraðsskjalasafnsins. Minnt er á að safnið hefur lögbundnum skyldum að gegna við fleiri sveitarfélög en Fljótsdalshérað.
Það er forgangsmál stjónar Héraðsskjalasafnsins að gæta hagsmuna þess í samræmi við stofnsamning. Því telur stjórn að ekki verði lengur beðið með að auglýsa eftir nýjum forstöðumanni safnsins enda mikilvægt að ekki verði rof í starfseminni sem yrði til þess að reynsla og þekking glataðist.
Forstöðumanni falið að senda svar stjórnar til bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs og afrit þess til forsvarsmanna annarra aðildarsveitarfélaga safnsins.
2. Auglýsing á starfi forstöðumanns Héraðsskjalasafnsins
Stjórn gekk frá texta starfsauglýsingar. Ákveðið var auglýsa starf forstöðumanns fyrir árslok og að umsóknarfrestur verði til 21. janúar 2013.
3. Önnur mál
Engin.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 15:55.
Ólafur B. Valgeirsson [sign]
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Pétur Sörensson [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]