Stjórnarfundur 23.1. 2013
Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 23. janúar 2013
Fundurinn var símafundur og hófst hann kl. 10:35.
Fundargerð ritaði Hrafnkell Lárusson.
Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Pétur Sörensson og Hrafnkell Lárusson.
Formaður stjórnar, Ólafur Valgeirsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
1. Umsóknir um starf forstöðumanns Héraðsskjalasafnsins
Umsóknarfrestur rann út 21. janúar sl. Auglýst var í Morgunblaðinu, Austurglugganum, Dagskránni og á heimasíðu safnsins.
Alls bárust 10 umsóknir um starf forstöðumanns, en ein umsókn var dregin til baka. Umsækjendur eru því 9 talsins. Nöfn þeirra eru (í stafrófsröð):
Berghildur Fanney Hauksdóttir
Guðbjörg Björnsdóttir
Guðrún Lilja Magnúsdóttir
Hulda Sigurdís Þráinsdóttir
Jenný Margrét Henriksen
Magnea Bára Stefánsdóttir
Sigurður Ingólfsson
Torfi K. Stefánsson Hjaltalín
Þórður Mar Þorsteinsson
Stjórnarmenn ræddu hverja umsókn. Rætt var um næstu skref í ferlinu.
Fram kom ósk um að stjórnarmenn fengju rýmri tíma til að rýna frekar í umsóknir.
Ákveðið að halda fundi áfram kl. 9:00, föstudaginn 25. janúar.
Fundi frestað kl. 11:30.
Fundur hófst að nýju kl. 9:00, föstudaginn 25. janúar. Fundurinn var símafundur.
Framhaldið var umræðu um umsóknir. Ákveðið að kalla þrjá umsækjendur til viðtals.
Formanni falið að undirbúa viðtöl og kalla viðkomandi umsækjendur til viðtals þann 30. janúar nk.
2. Breytingar á starfslýsingu forstöðumanns
Á fundi stjórnar Héraðsskjalasafnsins þann 30. nóvember sl. var forstöðumanni falið að gera tillögu að breytingu á starfslýsingu forstöðumanns.
Lagt er til að inn í starfslýsinguna bætist eftirfarandi setning: „[Forstöðumaður] gerir ársskýrslu Héraðsskjalasafnsins og leggur fyrir stjórn og aðalfund.“
Að öðru leyti verði starfslýsing forstöðumanns óbreytt.
Samþykkt einróma.
3. Drög að ársskýrslu safnsins fyrir árið 2012
Forstöðumaður kynnti drög að ársskýrslu safnsins fyrir árið 2012. Drögin voru send stjórnarmönnum með fundargögnum.
Fundarmenn ræddu efni ársskýrslunnar og komu með ábendingar varðandi hana.
4. Önnur mál
Þann 11. janúar sl. barst formanni stjórnar Héraðsskjalasafnsins bréf frá sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Umrætt bréf barst eftir að dagskrá þessa stjórnarfundar hafði verið ákveðin.
Ákveðið að taka bréfið fyrir á fundi stjórnar 30. janúar nk.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 10:35.
Ólafur B. Valgeirsson [sign]
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Pétur Sörensson [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]