Stjórnarfundur 18.10. 2012
Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 18. október 2012
Fundurinn var símafundur og hófst hann kl. 14:10.
Fundargerð ritaði Hrafnkell Lárusson.
Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Pétur Sörensson og Hrafnkell Lárusson.
Formaður stjórnar, Ólafur Valgeirsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafnsins fyrir árið 2013
Fyrir fundinum lágu drög að fjárhagsáætlun safnsins fyrir árið 2013, sem send voru til aðildarsveitarfélaga safnsins í september sl. HL greindi frá því að viðbrögð sveitarfélaganna við drögunum hafi almennt verið jákvæð.
Stjórn ræddi áætlunina og horfur í rekstri safnsins. Helstu tölur eru eftirfarandi:
Rekstrartekjur alls: 20.910 þús
Rekstrargjöld alls: 20.875 þús
Fjármagnsliðir alls: 35 þús (í mínus)
Heildartölur: 0 þús
Fjárhagsáætlunin samþykkt einróma.
2. Ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins fyrir árið 2011
HL skýrði frá því að vegna anna hefði ekki unnist tími til að klára ársskýrsluna tímanlega fyrir stjórnarfund. HL lagði til að ársskýrsla safnsins verði send stjórnarmönnum í næstu viku og verði svo lögð fram á aðalfundi safnsins á Vopnafirði 2. nóvember nk.
Stjórn samþykkir þetta verklag.
3. Önnur mál
a) HL gerði grein fyrir breytingu sem varð á samningsbundinni lífeyrisskuldbindingu Héraðsskjalasafnsins við ekkju Sigurðar Óskars Pálssonar, fyrrum forstöðumanns safnsins, eftir andlát hans í apríl sl. Mánaðarlegar greiðslur Héraðsskjalasafnsins vegna þessarar skuldbindingar hækka úr 12,68% áunninna réttinda í 26,34%. Ráð var gert fyrir þessari hækkun í launaáætlun ársins 2013 og er hún því innan samþykktrar fjárhagsáætlunar þess árs.
b) Stjórn og forstöðumaður sömdu um það haustið 2011 að HL yrði í 50% starfshlutfalli árið 2012 vegna námsleyfis. HL skýrði frá því að hann ætti nú einungis 27 vinnustundir eftir til að uppfylla vinnuskyldu sína á þessu ári. Á þessi staða sér ýmsar skýringar, m.a. í ófyrirséðum áföllum í starfsemi safnsins. Miðað við verkefni framundan er þetta of lítið og ljóst að kemur til einhverrar umframvinnu hjá HL, sem nemur fullri vinnu í 6-8 daga. HL óskaði eftir því að fá væntanlega umframtíma greidda (samkvæmt dagvinnutaxta) með launum í komandi desembermánuði og væru umræddir tímar þar með uppgerðir. Áætlaður kostnaður vegna þessa er 100-130 þúsund krónur. Eftir að hafa kynnt málið vék HL af fundi.
Stjórn samþykkir þessa beiðni.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 14:55.
Ólafur B. Valgeirsson [sign]
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Pétur Sörensson [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]