Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 22.11. 2012

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 22. nóvember 2012

Fundurinn var haldinn í Kaupvangi á Vopnafirði og hófst hann kl. 13:25.
Fundargerð ritaði Hrafnkell Lárusson.

Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Pétur Sörensson og Hrafnkell Lárusson.

Formaður stjórnar, Ólafur Valgeirsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


Dagskrá:

1. Uppsögn forstöðumanns á starfi sínu
Í lok síðastliðins októbermánaðar skýrði forstöðumaður stjórnarmönnum Héraðsskjalasafnsins frá þeirri ákvörðun sinna að segja upp starfi í desember nk. Mun uppsögnin taka gildi þann 1. janúar 2013. Eftir að hafa rætt við stjórnarmenn tilkynnti forstöðumaður starfsfólki safnsins um ákvörðun sína.

Rætt var um vinnulag við starfsauglýsingu og hvenær nýr forstöðumaður þurfi að taka til starfa. Núverandi forstöðumaður mun, með tilliti til ótekinna frídaga, líklega láta af störfum um miðjan febrúar 2013.

Stjórn sammála um að auglýsa starfið í byrjun desember og að umsóknarfrestur verði til 31. desember nk. Stefnt er að því að nýr forstöðumaður taki til starfa í byrjun febrúar 2013. Stjórn og forstöðumaður munu í sameiningu vinna texta starfsauglýsingar.

2. Önnur mál
Engin önnur mál.
 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13:55.

Ólafur B. Valgeirsson [sign]
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Pétur Sörensson [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]