Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 15.3. 2012

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 15. mars 2012

Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu Laufskógum 1 á Egilsstöðum og hófst hann kl. 13:00. 

Fundargerð ritaði Hrafnkell Lárusson.

Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Pétur Sörensson og Hrafnkell Lárusson.
Formaður stjórnar, Ólafur Valgeirsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


Dagskrá:

1. Drög að ársreikningi safnsins árið 2011
HL kynnti drög að ársreikningi ársins 2011 og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.
Fundarmenn ræddu ársreikningsdrögin.

2. Breytingar á starfsmannahaldi
Þann 14. febrúar sl. lést Guðgeir Ingvarsson, starfsmaður Héraðsskjalasafnsins. Fundarmenn minntust Guðgeirs og þökkuðu störf hans fyrir safnið.

Vegna fráfalls Guðgeirs hefur þurft að endurskoða starfsmannahald safnsins. HL greindi frá því að samkomulag hefði orðið milli hans og Arndísar Þorvaldsdóttur að hún starfaði til loka þessa árs. Áður stóð til að Arndís léti af störfum í lok apríl nk.

3. Bréf setts þjóðskjalavarðar, dags. 20. febrúar sl.
Fyrir fundinum lá bréf sem settur þjóðskjalavörður ritaði forstöðumanni Héraðsskjalasafnsins vegna stofnsamnings safnsins, sem tók gildi 1. janúar sl. Fundarmenn ræddu efni bréfsins og drög að svarbréfi til setts þjóðskjalavarðar.
Stjórn gerði breytingar á orðlagi bréfsins.
Formanni og forstöðumanni falið að undirrita bréfið.

4. Önnur mál
a) HL skýrði frá því að annar hjólaskápurinn, sem safnið eignaðist árið 2011, hafi verið settur upp í skjalageymslu safnsins. Unnið er að uppsetningu síðari skápsins. Með tilkomu skápanna mun rými í skjalageymslunni nýtast betur en áður. Skáparnir fengust án endurgjalds en vegna tilkomu þeirra gat safnið selt frístandandi hillur sem það átti.     
b) HL greindi frá fundi sem hann átti með menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs þann 13. mars sl. Nefndin óskaði eftir að HL kæmi á fund sinn til að ræða málefni Héraðsskjalasafnsins.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 15:00.

Ólafur B. Valgeirsson [sign]
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Pétur Sörensson [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]