Stjórnarfundur 8.6. 2010
Stjórnarfundur 8. júní kl. 15 í húsnæði Héraðsskjalasafnsins.
Mættir stjórnarmenn auk forstöðumanns.
Dagskrá:
1. Málefni bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar
2. Önnur mál
Formaður setti fund og kynnti dagskrá. Hrafnkell Lárusson bað um orðið.
Í upphafi greindi hann frá heimsókn Ólafs Eggertssonar fyrir 10 dögum þar sem Ólafur bað hann að koma á þessum fundi fram með sína sýn á æskilega þróun þessa máls á komandi mánuðum. Hrafnkell gagnrýndi harðlega á hvern hátt leitað var eftir umsögn Jóns Jónssonar lögmanns sem barst stjórnarmönnum í gær. Ennfremur gagnrýndi hann vinnu samningarnefndarmannanna þriggja – fomanns, varaformanns og ritara – að samningsgerðinni. Taldi hann fulltrúa erfingja hafa um of ráðið ferðinni og honum hafa verið sýnd undanlátssemi mjög um of. Þá benti hann á að núverandi stjórn eigi naumast rétt til að taka róttækar ákvarðanir í lok skipunartíma síns. Því sé uppi sú spurning hvort ekki skuli geyma frekari samningagerð til næstu stjórnar og fulltrúaráðs. Hrafnkell lagði fram uppkast að reglum fyrir bókasafnið með minniháttar breytingum frá þeim sem lögð voru fyrir 26.11. 2009.
Magnús Stefánsson greindi frá fundi hans og ritara með Jóni Jónssyni lögfræðingi.
Björn, Ólafur E., Sævar, Ólafur Valgeirsson, Sigmar og Páll fóru yfir málið og ræddu marga þætti þess.
Mönnum þótti forstöðumaður taka nokkuð djúpt í árinni varðandi ágalla í samningagerðinni og fyrirliggjandi drög. Stjórnarmenn reyndu að greina stöðuna í samningagerðinni út frá hag safnsins og sveitarfélaganna.
Magnús las saman fyrirliggjandi samningsdrög og álit Jóns Jónssonar.
Sævar ræddi umboð samningamanna og taldi fulltrúa úr stjórn bókasafnsins hafa verið sniðgengna.
Hrafnkell átaldi að hafa ekki verið kallaður til í aðdraganda fundar með Jóni Jónssyni. Hann ræddi sérstaklega 9. gr. draganna sem fyrir liggja. Magnús og Ólafur Eggertsson svöruðu.
Sævar og Björn mæltu með því að menn freistuðu þess að núverandi stjórn ljúki málinu.
Ólafur Valgeirsson áréttaði mikilvægi 7% tekna.
Páll Baldursson fór í 3. og 9. gr. draganna. Hann benti á orðalagsbreytingar sem horfa til bóta.
Hrafnkell fór sömuleiðis yfir drögin og hnykkti á 1., 3. og 9. gr. umfram aðrar.
Samkomulag um Reglur um bókasafn Halldórs og Önnu Guðnýjar með fyrirvara um lítilsháttar breyttu orðalagi svohljóðandi:
3. gr. Stjórn Héraðsskjalasafnsins skal “– samhliða ársskýrslu” – birta “– greinargerð” – og senda o.s.frv.
9. gr. í annarri málsgrein. Aðkoma fulltrúa gefenda að stjórnun safnsins “– sbr. 3. gr.” – lýkur frá og með o.s.frv. – og áfram í 9. gr. síðar ... að öðru leyti en því að Bókasafnið skal ... o.s.frv.
Björn Aðalsteinsson formaður fær nú umboð stjórnarinnar að skrifa undir reglurnar að fengnum fyrrnefndum breytingum og að fenginni yfirlýsing um að við undirskrift falli niður krafa vegna ógreidds kvaðafjár.
Samkomulag þetta borið upp og samþykkt með 4 atkvæðum, – 1 hjáseta. Sævar gerði grein fyrir atkvæði sínu og sat hjá.
Þar sem orðið er nú samkomulag á grunni fyrirliggjandi draga koma ekki til afgreiðslu tillaga að reglum sem Hrafnkell lagði fram á fundinum að beiðni ritara stjórnar.
Hrafnkell Lárusson lagði fram bókun.
Bókun frá forstöðumanni Héraðsskjalasafns Austfirðinga
Meirihluti stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga hefur nú samþykkt fyrir sitt leyti lítið breytta útgáfu af nýjum reglum Bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar sem lögð var fyrir þennan stjórnarfund. Málsmeðferð við gerð reglnanna er ámælisverð og reglurnar sjálfar gallaðar. Nýju reglurnar hafa enga kynningu hlotið hjá stjórn Bókasafn Halldórs og Önnu Guðnýjar þrátt fyrir að stjórn og fulltrúaráð Héraðsskjalasafns Austfirðinga hafi í lok síðasta árs vísað til hennar upphaflegu erindi um breytingar á reglum bókasafnsins. Ég ítreka því áður framkomin mótmæli mín við þessari reglusetningu.
Önnur mál
Engin önnur mál.
Fundargerð samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:30.
Ólafur Eggertsson [sign]
Sævar Sigbjarnarson [sign]
Páll Baldursson [sign]
Magnús Stefánsson [sign]
Björn Aðalsteinsson [sign]
Ólafur Valgeirsson [sign]
Sigmar Ingason [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]