Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 4.5. 2010

Stjórnarfundur 4. maí kl. 16, haldinn í húsnæði safnsins.

 

Mætt öll stjórn og varastjórn.

Dagskrá
1. Afgreiðsla ársreiknings 2009
Hrafnkell las skoðunarskýrslu KPMG og fundurinn ræddi hana og lýsti almennri ánægju með ársreikninginn.
Megin niðurstöður:
Á rekstrarreikningi er tap 235 þúsund.
Heildareignir 39,1 milljón.
Eigið fé 29,1 milljón og eiginfjárhlutfall 74,3%.
Veltufé frá rekstri samlagsins nam 1,2 milljónum á árinu 2009.
Ársreikningurinn samþykktur einróma.

2. Drög að ársskýrslu
Forstöðumaður kynnti þau, en skýrslunnar verður meir getið við endanlega framlagningu hennar.
Fundurinn lýsti ánægju með glögga og vel fram setta skýrslu (drög).

3. Samningur um Ljósmyndasafn Austurlands
Hann hafði verið kynntur og okkur gafst færi á að leita frekari útskýringa. Að lokinni umræðu var hann borinn upp og samþykktur einróma.

4. Önnur mál
Fyrir fundinum lá bréf forstöðumanns Hrafnkels Lárussonar um styrkbeiðni til stuðnings við fyrirhugað nám hans í safnafræðum við Háskóla Íslands.
Stjórnin samþykkir einróma þessa bón H.L. og lýsir ánægju með þessi áform hans. Kostnaður vegna þessa verði tekinn af liðum á fjárhagsáætlun um námskeið og ferðakostnað. Hrafnkell vék af fundi meðan styrkbeiðni hans var rædd.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18.

Ólafur Eggertsson [sign]
Björn Aðalsteinsson [sign]
Páll Baldursson [sign]
Ólafur Valgeirsson [sign]
Sigmar Ingason [sign]
Sævar Sigbjarnarson [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]
Magnús Stefánsson [sign]