Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 18.3. 2010

Stjórnarfundur 18. mars kl. 13, í fundarherbergi Safnahússins

Mættir: Sævar Sigbjarnarson, Ólafur Eggertsson, Björn Aðalsteinsson, Magnús Stefánsson, Hrafnkell Lárusson, Sigmar Ingason og Páll Baldursson [vék af fundi eftir 4. lið]

Björn formaður setti fund og bauð menn velkomna, sérstaklega Ólaf Sigurðsson sem situr í bókasafnsstjórn og sat fund hér í morgun. Kynnt var dagskrá með smá tilfærslu frá upphaflegri útgáfu.

1. Málefni Bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar
Formaður sagði frá fundi samninganefndarinnar með Halldóri Árnasyni og Ólafi Sigurðssyni.
Farið var yfir gang samningaviðræðnanna og fram komu áherslur manna og að hverju skal stefna og hvaða mörk skal setja.
Ólafur [Sigurðsson] vék af fundi kl. 13:40.

2. Drög að ársreikningi safnsins fyrir árið 2009
Farið yfir tölur og skýringar. Menn lýstu almennri ánægju með ársreikninginn.

3. Málefni Safnahússins með tilliti til breyttrar nýtingar þess
Vegna flutnings Bókasafnsins úr húsinu á næstunni er hafin hugmyndavinna um nýtingu þess af hálfu Héraðsskjalasafnsins og Minjasafnsins. Lagt fram minnisblað með hugmyndum safnstjórnanna.
Efni þetta lagt fram nú til kynningar.

4. Eignarhald á Safnahúsinu – sameiginlegur fundur með stjórn Minjasafns Austurlands
Björn bauð stjórn M.A. velkomna. Sigurjón Bjarnason reifaði breytta stöðu um eignarhald og not hússins. Ennfremur greindi hann frá undirbúningsvinnu við fyrirhugaða stækkun hússins.
Fyrir fundinum liggur tillaga Sigurjóns Bjarnasonar svohljóðandi:

Sameiginlegur fundur stjórna Minjasafns Austurlands og Héraðsskjalasafns Austfirðinga beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs, sem stærsta einstaka eiganda safnahússins á Egilsstöðum að hún beiti sér fyrir því að húseignin að Laufskógum 1 komist í eigu eins aðila, sem síðan geri samninga við þá sem nýta eignina um leigugjald, skiptingu eftir afnotum og öðrum réttindum og skyldum sem af notkun hússins leiðir. Gildi þetta jafnt um Minjasafn, Héraðsskjalasafn og aðra aðila sem kynnu að vilja nota húsið í framtíðinni.

Samþykkt einróma.

Ennfremur voru rædd málefni Ljósmyndasafnsins, sem er sameiginlegt verkefni Minjasafnsins og Héraðsskjalasafnsins. Forstöðumönnum og formönnum stjórna falið að setja Ljósmyndasafninu „status“.
Sigurjón vék í lokin að þörf fyrir breytingar hér innandyra og hvað unnt er að gera í erfiðu árferði.

5. Önnur mál
Hrafnkell greindi frá stöðu skráningarverkefnisins. Það er tryggt út árið með lágmark 2 stöðugildi. Hlutfallslega lækka tekjur Héraðsskjalasafnsins ofurlítið frá sl. ári vegna þessa. Stjórnin þakkar forstöðumanni framgang hans í þessu máli.

Fundargerð lesin, samþykkt og fundi slitið kl. 16:00

Sævar Sigbjarnarson [sign]
Ólafur Eggertsson [sign]
Björn Aðalsteinsson [sign]
Magnús Stefánsson [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]
Sigmar Ingason [sign]