Stjórnarfundur 14.10. 2009
Stjórnarfundur 14. október 2009, kl. 17:00
Fundurinn var haldinn í safninu sjálfu.
Formaður setti fundinn og bauð sérstaklega velkominn Pál Baldursson frá Breiðdalsvík sem nú situr sinn fyrsta fund með stjórn.
Ólafur Valgeirsson og Sigmar Ingason höfðu boðað forföll.
Dagskrá lá frammi svohljóðandi:
1. Afgreiðsla ársreiknings 2008
2. Fjárhagur safnsins
3. Samráðsfundur formanna stjórnar héraðsskjalasafnsins og bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar
4. Drög að fjárhagsáætlun 2010
5. Önnur mál
1. Ársreikningur 2008
Hann samþykktur samhljóða.
2. Fjárhagur safnsins
Hrafnkell upplýsti fundinn um stöðuna. Hann nefndi hve það var okkur hagstætt að greiða upp KB-lánið fyrir sl. áramót. Ríkisframlagið er hærra á þessu ári vegna eingreiðslu frá Þjóðskjalasafninu auk árlegs framlags. Lokið er uppgjöri milli safnanna hér í húsinu og reyndist héraðsskjalasafnið eiga þar inni nokkra upphæð. Staða safnsins er nokkuð góð sem stendur.
3. Samráðsfundur formanna stjórna héraðsskjalasafnsins og bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar
Fundurinn var haldinn á Borgarfirði 18. ágúst og hann sat, auk Björns og Halldórs Árnasonar, Hrafnkell Lárusson. Þar var skiptst á skoðunum um framlög til safnsins o.fl.
Eftir miklar umræður töldu stjórnarmenn héraðsskjalasafnsins óhjákvæmilegt að leita faglegs álits varðandi gjafabréfið, reglur bóksafnsins og samþykktina frá 2001. Forstöðumanni falið að leita til valins lögfræðings í því efni.
4. Fjárhagsáætlun – drög – v/ 2010
Fyrir lá vinnuplagg sem formaður og forstöðumaður unnu. Fundurinn gerði eina breytingu, þ.e. lækkaði framlag til bókasafnsins úr 1.443.000 í kr. 1.000.000.
Þannig breytt:
Rekstrartekjur 17.951.000 kr.
Rekstrargjöld 19.843.551 -
Fjármagnsliðir 200.000 -
Heildartala 1.692.551 -
En þar af afskriftir 827.496 -
Fjárhagsáætlun þannig breytt samþykkt samhljóða.
5. Önnur mál
a) Hrafnkell greindi frá vorfundi skjalavarða. Tókst hann hið besta og bakaði okkar safni ekki kostnað sem nokkru nam.
b) Nýstofnað félag héraðsskjalavarða vinnur að góðri samvinnu safnanna og völdum sérverkefnum.
c) Dreift fundargerð stjórnar bóksafns Halldórs og Önnu Guðnýjar dags. 19. ágúst sl., ennfremur útlánareglum fyrir bókasafnið.
d) Forstöðumaður sagði frá samstarfi við Þekkingarnetið og vinnureglum í því sambandi.
Fundargerð samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:10
Ólafur Eggertsson [sign]
Magnús Stefánsson [sign]
Björn Aðalsteinsson [sign]
Páll Baldursson [sign]
Sævar Sigbjarnarson [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]