Stjórnarfundur 12.3. 2009
Stjórnarfundur 12. mars 2009
Mættir voru: Björn Aðalsteinsson, Magnús Stefánsson, Sævar Sigbjarnarson, Ólafur Eggertsson, Sigmar Ingason og Hrafnkell Lárusson forstöðumaður.
Ólafur Valgeirsson og Páll Baldursson boðuðu forföll.
Fundur hófst kl. 13:00
Að afloknum hádegisverði komum við undirritaðir til stjórnarfundar í fundarherbergi safnanna Laufskógum 1.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.
1. Drög að ársskýrslu fyrir árið 2008
Hrafnkell Lárusson forstöðumaður las uppkast að ársskýrslunni.
2. Drög að ársreikningi fyrir síðastliðið ár
Hrafnkell Lárusson fór yfir drögin.
3. Umræður um liði 1 og 2
Formaður lýsti ánægju með ársskýrsluna og nefndi sérstaklega talningu gesta (ca. 1800 gestir). Sigmar nefndi jákvæða þætti, viðburði, starfsmannafundi og spurði um innkaupastefnu vegna bókasafnsins. Sævar tók undir orð sem fram komu í skýrslunni um fund með stjórn bókasafnsins. Stjórnirnar – héraðsskjalasafnsins og bókasafnsins – þurfa að hittast innan tíðar og samræma sjónarmið. Magnús og Ólafur þökkuðu fyrir skýrsluna og öflugt starf. Heimasíðan kostaði ca. 200 þúsund. Ný tölva var keypt, safnið er nú búið þráðlausu netsambandi og ýmislegt var fengið af innviðum til safnsins sem vanhagaði um. Stjórn lýsir ánægju með niðurstöðutölur ársreiknings sem reyndist í góðu samræmi við fjárhagsáætlun.
4. Innsláttur manntala – þróun og horfur
Verkefninu mun trúlega ljúka í árslok. Nú starfa 4 starfsmenn í 50% starfi. Forstöðumaður vann að verkefninu sem nam 22% af hans vinnutíma árið 2008.
5. Önnur mál
a) Fundur skjalavarða í janúar sl. í Reykjavík. HL greindi frá málum þar.
b) Árlegur fundur skjalavarða verður hér á Egilsstöðum 29.-30. apríl nk.
c) Byggingarnefnd vegna framkvæmda við safnahúsið hefur unnið þarfagreiningar og teiknuð hefur verið ein burst. Engar fjárveitingar liggja fyrir.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.
Ólafur Eggertsson [sign]
Björn Aðalsteinsson [sign] Hrafnkell Lárusson [sign]
Sævar Sigbjarnarson [sign] Magnús Stefánsson [sign]
Sigmar Ingason [sign]