Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 26.8. 2003

Fundur í stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga haldinn 26. ágúst 2003 í húsnæði safnsins, kl. 18:00-19:30.

Formaður setti fundinn og stjórnaði honum. Hann minntist í upphafi fundar Skúla Magnússonar, stjórnarformanns héraðsskjalasafnsins, en hann lést þann 8. maí sl.


1.         Ársreikningur 2002

Héraðsskjalavörður gerði grein fyrir ársreiknignum og skýrði einstaka liði. Ársreikningurinn var borinn undir atkvæði og samþykktur einróma.


2.         Skýrsla stjórnar

Héraðsskjalavörður lagði fram skýrslu sem hann hafði samið og var hún samþykkt einróma.


3.         Fjárhagsáætlun 2004

Gert er ráð fyrir að heildartekjur verði kr. 12.490.000. Tekjuafgangur er áætlaður kr. 124.027. Samþykkt var einróma að leggja áætlunina fyrir aðildarsveitarfélögin.


4.         Aðalfundur 2003

Samþykkt var að stefna að fundi um mánaðamótin september-október á Vopnafirði. Héraðsskjalavörður ákveður fundartíma endanlega í samráði við stjórnarmenn.


5.         Starfsreglur vegna Rekstrarfélags Laufskóga 1 – „drög“

Lögð voru fram drög að starfsreglum fyrir væntanlegt rekstrarfélag – samin að beiðni forstöðumanna safnanna þriggja. Bjarni Björgvinsson lögfræðingur samdi drögin. Samþykkt var að fela héraðsskjalaverði að senda erindi til Héraðsnefndar Múlasýslna og óska eftir að stofnað verði rekstrarfélag um húseignina á forsendum þessara draga.


6.         Önnur mál

            Stjórnarmenn árituðu ársreikninginn 2002.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.


Magnús Stefánsson ritari [sign]

Jarþrúður Ólafsdóttir [sign]

Björn Aðalsteinsson [sign]

Ólafur Valgeirsson [sign]

Smári Geirsson [sign]

Hrafnkell A. Jónsson [sign]