Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 25.3. 2003

Stjórnarfundur 25. mars 2003

Fundurinn haldinn í húsnæði safnsins og hófst kl. 16.

1.         Formaður setti fund og gaf forstöðumanni orðið um drög að ársreikningi 2002 sem liggur fyrir í handriti. Hann lagði ennfremur fram uppgjör á húsnæðiskostnaði fyrir árið 2002 á Safnahúsinu.

            Áætlun fyrir sama vegna ársins 2003 og fjárhagsáætlun 2003, drög nr. 1 – 6. sept. 2002 tillaga 4 – sjá neðar:

                        Bókun:

            Vegna liðar „framlög“ í sundurliðuninni:

            Framlag til Bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar árið 2002 var kr. 1.026.180, en samningsbundin upphæð 830.000 kr. Mismunurinn 196.180 kr leggur stjórn til að verði sérmerktur sem „viðbótarframlag“.

            Stjórnin lýsti ánægju sinni með framlögð gögn og gerði nokkrar fyrirspurnir og ábendingar, sem ljúflega voru meðteknar og afgreiddar af forstöðumanni.


2.         Fjárhagsáætlun vegna næsta árs, sjá blað. Handrit að henni yfirfarið og rætt. Gert ráð fyrir 3% hækkun milli ára á framlög og launaliði. Umræður urðu um fjárhagsáætlunina – nýjar hugmyndir. Ólafur Valgeirsson benti á að sárlega vantar meiri kynningu á safninu, m.a. með enn betri heimasíðu. Þá var bent á viðhald hússins og frágang, tengingar út á götu, o.fl.

            Endanleg gerð fjárhagsáætlunar mun taka mið af þessu og venju samkvæmt koma út á jöfnu.


3.         Önnur mál.

            Hrafnkell hefur áhuga á að láta tölvusetja Ættir Austfirðinga. Athugun hafin. Stjórnin samþykk.

            Hrafnkell: Forstöðumennirnir þrír í safnahúsinu ræddu á húsfundi í dag óskir sínar um frekari framkvæmdir við húsið. Stjórnin styður að gerð verði skýrsla um framtíðaruppbyggingu Safnahússins.

            Björn: (undir þessum lið vék Hrafnkell af fundi) Vegna bréfs H.A.J. dags 11. des. sl.

            [...]


Fundargerð lesin – samþykkt.

Fundi slitið kl. 18:55


Ólafur Eggertsson [fundarritari – sign]

Björn Aðalsteinsson [sign]

Jarþrúður Ólafsdóttir [sign]

Magnús Stefánsson [sign]

Ólafur Valgeirsson [sign]

Hrafnkell A. Jónsson [sign]