Skip to main content

admin

Aðalfundur 31.10. 2002

Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga haldinn í Safnahúsinu á Egilsstöðum 31. október 2002.

Varaformaður, Smári Geirsson setti fundinn og stjórnaði honum. Skipaði hann Magnús Stefánsson fundarritara.

Gengið var til dagskrár, skv. 5. gr. Stofnsamnings um venjuleg aðalfundarstörf.

1.
a) Skýrsla stjórnar
b) Afgreiðsla ársreiknings 2001
c) Afgreiðsla fjárhagsáætlunar 2003
d) Kjör stjórnar og varastjórnar
e) Kjör tveggja fulltrúa í stjórn Bókasafns Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur
f) Kjör tveggja skoðunarmanna

2.
Önnur mál

 

1. mál
a) Fundarstjóri vísaði til skýrslu sem héraðsskjalavörður samdi og lá í ljósriti frammi á fundinum. Ekki urðu umræður um skýrsluna.
b) Hrafnkell A. Jónsson las ársreikning 2001 og skýrði hann . K.P.M.G. Endurskoðun hf. gerði reikninginn. Rekstrartekjur voru kr. 11.217.494,-. Rekstrargjöld voru kr. 9.630.991,-. Rekstrartekjur umfram rekstrargjöld kr. 1.586.503,-. Umræður um reikningana: Jarþrúður Ólafsdóttir spurði um viðhald Safnahússins. Hrafnkell gaf skýringar á eignaraðild hvers safns fyrir sig í húsinu. Hann sagði komið að nokkuð fjárfreku viðhaldi svo sem málningu utanhúss. Hann sagði hafa verið í umræðu að stofna félag um rekstur hússins.
Reikningar voru samþykktir samhljóða.
c) Hrafnkell mælti fyrir fjárhagsáætlun fyrir 2003. Gert er ráð fyrir að árgjöld aðildarsveitarfélaga hækki um 5,5% milli ára og verði kr. 11.078.000,-. Jarþrúður spurði hvort athugað hefði verið hvort hagkvæmt væri að kaupa tölvur á kaupleigusamningi. Hrafnkell sagðist binda vonir við að safnið gæti orðið aðili að væntanlegum tölvusamningi Austur-Héraðs. Skúla Magnússyni fannst fjárhagsáætlun gerð af hógværð. Ólafur Valgeirsson ræddi nauðsyn þess að keyptur yrði varaaflgjafi til að koma í veg fyrir skemmdir á tækjum ef rafmagn fer. Ólafur Eggertsson ræddi viðhald hússins, sagði þörf á meira fé til þess. Smári Geirsson ræddi nokkuð um eðli byggðasamlaga og nauðsyn þess að hækka ekki framlög sveitarfélaga meira en fjárhagsáætlanir þeirra gera ráð fyrir. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.
d) Kjör stjórnar og varastjórnar. Aðalstjórn: Björn Aðalsteinsson, Magnús Stefánsson, Smári Geirsson, Skúli Magnússon, Jarþrúður Ólafsdóttir. Varastjórn: Ólafur Eggertsson, Ólafur Valgeirsson.
e) Kjör tveggja fulltrúa í stjórn Bókasafns Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Aðalmenn: Magnús Þorsteinsson Arndís Þorvaldsdóttir. Varamaður: Kristín Rögnvaldsdóttir. Endurskoðandi: K.P.M.G. Félagskjörnir skoðunarmenn: Sigurjón Jónasson og Ómar Bogason.

 

2. Önnur mál.
Héraðsskjalavörður flutti þakkir til stjórnarmanna sem láta af störfum, þeirra Finns N. Karlssonar, Jóhanns Grétars Einarssonar og Emils Sigurjónssonar.

Fundurinn samþykkti að senda Finni kveðjur með ósk um skjótan bata en hann hefur átt við veikindi að stríða.

Mættir voru til fundar fulltrúar með 88% atkvæða.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið.

Magnús Stefánsson, ritari

Smári Geirsson, fundarstjóri