Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 25.9. 2007

Fundargerð stjórnar 25. sept 2007

Fundur í stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga haldinn 25. september 2007 í húsnæði safnsins.

Mættir – sjá undirskriftir.

Formaður setti fund, bauð menn velkomna og kynnti dagskrá í 3 liðum:

1. Umsóknir um starf forstöðumanns.
2. Drög að fjáhagsáætlun.
3. Önnur mál.

1. mál:
Samþykkt að fundurinn sé lokaður undir þessum lið.
Kynntar voru og ræddar þær 5 umsóknir sem bárust.

A. Fanney Magnúsdóttir
B. Hrafnkell Lárusson
C. Hulda S. Þráinsdóttir
D. Jóhann G. Gunnarsson
E. Magnús H. Helgason

Samþykkt að fullskipuð stjórn + varamenn komi saman klukkan 12.30 laugardaginn 13. okt. n.k. á Gistiheimilinu Egilsstöðum ef unnt verður.
Á þann fund mæti umsækjendur til viðtals. Í framhaldi þessa ráði stjórnin forstöðumann – væntanlega frá 1. jan n.k.

2. mál:
Drög að fjárhagsáætlun 2008 byggir á 3-5 % hækkun talna og eru tekjur 18.766 þús. og gjöld 18.375 þús. Lagt fram til kynningar ásamt bréfi frá Guðgeiri Ingvarssyni þar sem hann sækist eftir 100% starfi hjá Héraðsskjalasafninu.

3. mál:
Engin komu fram.

Fundargerðin lesin – fundi slitið.

Ólafur Eggertsson, fundarritari

Björn Aðalsteinsson
Sævar Sigbjarnarson
Ólafur Valgeirsson
Magnús Stefánsson
Sigmar Ingason